Stafastuð/Talnastuð

Stafastuð - frá A til Ö er skemmtilegt og fallegt stafaspil fyrir börn. Hægt er að spila stafaspilið á marga mismunandi vegu (4 leikreglur fylgja) og það hentar bæði börnum sem eru að kynnast stöfunum og þeim sem eru lengra komin. Þetta er spil sem að ungir stafa- og spila áhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. 

Talnastuð er skemmtilegt og fallegt spil fyrir börn þar sem leikur að tölum er í fyrirrúmi. Það er hægt að spila Talnastuð á nokkra mismunandi vegu (6 leikreglur fylgja) og því geta bæði börn sem eru að kynnast tölunum og þau sem eru að byrja að vinna með tölurnar spilað Talnastuð. Leikirnir felast m.a. í því að þekkja tölurnar, að telja, vita hvort tala sé hærri eða lægri en önnur, einföld samlagning, frádráttur o.fl.