Skilmálar og skilyrði
Greiðslur: Hægt er að greiða vöru með Visa, Mastercard, Visa Electron, Maestro og með millifærslu. Öll vinnsla greiðslukorta-upplýsinga fer fram í öruggri greiðslugátt kortaþjónustunnar.
Verð: Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum og með 24% virðisaukaskatti. Hægt er að sækja vöru (í hverfi 105 Rvk) eða fá sent heimsent (pantanir utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar á næsta pósthús). Heimsending kostar 990 kr. Ef pöntuð er heimsending þá er varan annaðhvort send með Íslandspósti eða keyrð heim af starfsmönnum Kátínu. Kátína áskilur sér rétt til að hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur: Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru er varan endurgreidd. Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn eða endurgreidd ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Annað: Kátína heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.